Þar sem ég hafði ekkert farið í bíó hér í Nottingham ákvað ég að byrja smátt. Dugði ekkert minna en minnsta bíó í heimi,
samkvæmt heimsmetabók Guinness. Fór ein að sjá Two Days in Paris eftir Julie Delpy síðasta miðvikudagskvöld. Sat á fremsta bekk og skemmti mér konunglega.