þriðjudagur, október 09, 2007

Meira bíó

Þótt ég hafi ekkert farið í bíó síðasta sumar hér í Nottingham tókst mér samt að fara í bíó á Íslandi þegar ég fór þangað í helgarferð í ágúst. Fór að sjá Astrópíu með systrum mínum og litlu frænku. Við Eysó hlógum langhæst í bíóinu enda með nokkra innsýn í "nördaheiminn". Ekki var leiðinlegt að sjá gamlan bekkjarfélaga minn úr grunnskóla leika í myndinni.