föstudagur, desember 10, 2004

B dagur

Of mikid ad gera til ad fara heim í næstu viku. Breytti midanum thannig ad ég flýg heim í vikunni á eftir, 21. des. Fékk fyrir tilviljun samband vid Dísu hjá Flugleidum, vinkonu hennar Írisar. Hún var alveg einstaklega hjálpleg vid ad finna sæti, svo ég thyrfti nú ekki ad fljúga enn fyrr eda seint á Thorláksmessu. Takk Dísa!

Í dag fékk ég líka bodskort í nýársfagnad í Brooklyn hjá pöbbunum mínum. Their voru ad kaupa sér nýtt hús (sem their kalla fjölskylduvilluna) og hafa thar opid hús 2. janúar. Í bodskortinu stendur "Brooklyn is just a short ride away". Vildi ad thad væri satt.

Fyrir thá sem ekki vita eru pabbarnir mínir, Roger og Richard, ædislegir menn sem ég var au pair hjá í Cleveland (Ohio) í eitt ár fyrir tíu árum sídan. Ég passadi strákinn theirra, Colin, sem var tveggja og hálfs árs thegar ég byrjadi fyrst ad passa hann. Their fluttu til Brooklyn árid eftir ad ég var hjá theim og thar heimsótti ég thá fyrir nokkrum árum. Mér thykir vodalega vænt um thessa kalla.

Engin ummæli: