laugardagur, desember 18, 2004

Í ljósaskiptunum

Kom vid í skólanum ad prenta út dót og kíkti á RÚV vefinn í tölvunni. Horfdi á unglingatháttinn Óp og fréttir. Mér finnst sífellt meira skrítid ad sjá allt thetta fólk sem madur kannast vid í sjónvarpinu. Einhverja sem voru med manni í skóla, sem madur hefur horft á vídeó med og einhverja sem hafa dröslad manni blindfullum í tjaldid eftir tónleika á Hróarskeldu og passad ad madur dræpist ekki á kamrinum á leidinni(thessir voru allir í unglingathættinum).
Hér í Danmörku kannast ég sjaldnast vid nokkurn í sjónvarpinu. Eini sem ég man eftir er annar af sleazy gaurunum sem reyndu árangurslaust ad fá okkur Mörtu heim í kaffi eitt kvöld í fyrra. Hann er víst einhver leikhúskall. Jú og svo sér madur af og til lækna sem madur kannast vid af sjúkrahúsinu.
Á Íslandi er thessu thveröfugt farid. Ég man ad mér var farid ad finnast hálfóhugnanlegt ad horfa á Sönn íslensk sakamál thví ad ég sá aldrei neinn sem ég kannadist vid í tháttunum. Hvadan kom thetta fólk? Mér leid eins og ég væri stödd í Twilight Zone thætti. Loks sá ég bródur stráks sem ég thekkti einu sinni og var mikid létt. Skrítid.

Engin ummæli: