fimmtudagur, desember 23, 2004

Piparkökusafnið

Ferðin heim til Íslands gekk vel í þetta skiptið. Á flugvellinum hitti ég Stjána og Stellu. Þau voru á leið til Stavanger í jolafrí. Lítill heimur! Lítill heimur er líka frábær bók eftir David Lodge.

Pabbi kom svo og sótti mig á flugvöllinn og keyrði mig heim til Eysó systur. Um eftirmiðdaginn var piparkökubakstur og málun heima hjá Dóra og Írisi. Þessi árgangur af piparkökum vard einstaklega glæsilegur, litirnir mjög skærir og stelpurnar verða sífellt flinkari í að mála. Andrea sagði að þær ættu enn fullt af piparkökum í frystinum síðan í fyrra og ég stakk upp á við mundum stofna piparkökusafn og fylla það af japönskum túristum. The Peppercake Museum gæti opnad eftir nokkkur ár ef við höldum áfram að safna.

Sit á netkaffihúsi S24 í Kringlunni. Sigga Beinteins og jólasveinar syngja og sprella á sviði hér beint fyrir utan. Á eftir að kaupa meira en helminginn af jólagjöfunum. Best að drífa sig í jólafjörið!

Engin ummæli: