Slappaði af um helgina og varð eiginlega bara voðalega þreytt. Þrítugsafmæli hjá Deu á föstudaginn, átti að vera brunch úti í garði, en þar sem veðrið var ekki nógu gott var veislan flutt inn í þurrkherbergi í kjallaranum. Fór að læra þangað til um kvöldmatarleytið og kíkti þá aftur til Deu. Marie og Ole voru komin og ég var þar til um tíu-leytið, þá varð ég að fara heim að sofa.
Ákvað að taka mér frí frá verkefninu þessa helgi. Svaf lengi og var löt. Mmmmm. Svo gott. Fór í bæinn á laugardagseftirmiðdegi, keypti mér kebab og labbaði á Strikinu. Leiðin lá svo í Byens Video, þar sem alvöru kvikmyndir þekja veggi fjögurra fermetra kjallaraholu. Hér má leigja Kurosawa, Almódóvar og fleira. Planið var að horfa á vídeó með Stine um kvöldið og símleiðis urðum við sammála um að leigja myndirnar Thirteen og Igby goes down. Bandarískar indie unglingamyndir með tilheyrandi kynlífi og eiturlyfjum. Gaman að Igby, hin soldið ýkt, en báðar góðar. Var samt alveg komin með upp í háls af ruglinu og fjölskylduvandamálunum í Thirteen undir lokin.
Eftir þessi rólegheit var ég dauðþreytt á sunnudeginum og endaði með að gera varla neitt. Kaupa í matinn, skila vídeóspólum, elda og vaska upp. Jeps, hversdagslegt og ágætt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli