Spiluðum fótbolta í rúmlega klukkutíma á miðvikudaginn. Rétt áður en við byrjuðum kom haglél, en því slotaði sem betur fer fljótt og sólin fór að skína. Skoraði fimm mörk, þrjú fyrir mitt lið og tvö fyrir andstæðingana! Harðsperrur daginn eftir og enn í dag. Líka hælsæri á báðum eftir nýju skóna. Verð örugglega búin að jafna mig fyrir næstu viku.
Undankeppni Júró í gær. Moldavía uppáhalds með ömmu á trommunum. Íslenska lagið fannst mér vonlaus tilraun til að höfða til allra með ósamstæðum lagabútum. Þótt Selma hafi sungið mjög vel var það skiljanlegt að við komumst ekki áfram. Hlakka til Júró á morgun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli