Við leiðbeinandinn urðum sammála um að ég mundi ekki geta náð að klára verkefnið tímanlega. Mikilvægara að gera hlutina almennilega. Þar hvarf þónokkuð af stressinu sem hefur verið að hrjá mig síðustu vikur. Líka endalaust búin að vera veik og slöpp, flensa og kvef, kannski bara út af stressinu? Samt drösla ég mér alltaf á skrifstofuna. Ekki sniðugt. Maður gerir lítið af viti og verður bara hrikalega þreyttur.
Ég er heldur ekki þessi duglega týpa sem situr við lærdóm allan daginn og langt fram á kvöld. Það fer mér beinlínis illa. Minn stíll er meira afslappaður og ég ætla að snúa mér aftur að honum. Taka þetta á chillinu, je, je. Löng kvöld í vinnunni eru því úti. Inni er að hitta fólk, hreyfa sig og rækta garðinn heima. Vinnan verður að vera á vinnutíma, nema ég sé alveg voðalega fersk og í miklu stuði til að sökkva mér ofan í eitthvað. Það gæti samt alveg gerst! Taka lítil skref, mjög lítil skref, svo ég vitni nú í hinn sívinsæla stærðfræðikennara í HÍ, Jón Ragnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli