mánudagur, maí 23, 2005

Hermt í kross

Hermi í kross við Krissu og finn út á netinu hvaða tré ég er:

Grátvíðir - Depurð  
01.03-10.03 & 03.09-12.09

Hér er á ferðinni falleg en oft á tíðum döpur manneskja. Hún er aðlaðandi og mjög skilningsrík, hrífst af fegurð og smekkvísi, og býr yfir góðu innsæi. Manneskjan nýtur þess að ferðast, er dreymin en eirðarlaus, og er frekar duttlungafull þótt hún sé heiðarleg.

Hún er erfið í sambúð, enda kröfuhörð, þótt hægt sé að hafa áhrif á hana. Hún þarf förunaut sem styrkir hana. Ástarmálin valda henni oft angist.

(Andvarp!) Skringsli: strákur, meyja og grátvíðir með rísandi naut og venus í ljóni....

Engin ummæli: