Líkamsrækt gærdagsins var í formi glasalyftinga og spjalls á föstudagsbar stofnuninnar. Barfólkið var búið að kaupa bjór og sendi út póst með loforðum um gáfulegar samræður. Ekki leist mér á það, enda hafa gáfulegar samræður sumra hér á stofnuninni oft farið í mínar fínustu. Sér í lagi ef þær eru á heimspekilegu nótunum, t.d. um skilgreiningu á epiphenomenalisma eða álíka. En þegar fréttist af komu jólaálfsins með jóladagatal bruggmeistarans ákvað ég að kíkja við, þó ekki nema til að drekka sojakókómalt og borða banana. Vildi svo til að jólaálfurinn gaf öllum bjór úr dagatalinu og fékk ég Porse guld, afar áhugaverðan bjór með hinni vesturjósku jurt, porse.
Samræðurnar voru heldur ekki af verri endanum, enda óvenju margir mættir.
Ákvað að fara ekki á skemmtilega tónleika um kvöldið, eða neitt annað. Sat og TeXaði tvær síður og eina töflu í staðinn og fór svo heim að horfa á Amélie í sjónvarpinu. Í kvöld ætla ég enn að vinna í ritgerðini. Búin að borða yfir mig af kexi og ekki með neitt pláss fyrir kvöldmat.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli