föstudagur, desember 30, 2005

Kvöldstund

Jóóólin. Þau voru ágæt. Fann svo margar skemmtilegar ljóðabækur í Máli og menningu að allir læsir fjölskyldumeðlimir fengu slíkar í jólagjöf. Sýnist mér að allir ætli að halda þeim og ef menn nenna ekki að lesa þær mæti ég í heimsókn og hef húslestur!

Ætlaði að læra á hverjum degi í vikunni. Lærði að vísu eitthvað, en sofnaði ýmist eða var lengi að koma mér af stað. Fór á Þjóðarbókhlöðuna í gær, en hrökklaðist út undan þungu loftinu og stofnanalegri lýsingunni. Úti var frábært veður, snjór, sólskin og loftið ferskt, ferskt, ferskt. Komst í labbistuð og fór niður í bæ, þar sem ég lærði á Kaffitári og gekk það ágætlega í þá tvo tíma sem ég sat þar. Allavega engin hætta á að sofna ;-)

Eftir lærdóminn fór ég og hitti Eysó í nýju vinnunni í Ráðhúsinu. Hún er með ekkert smá flotta hornskrifstofu með nettum leðursófum og útsýni yfir litlu tjörnina. Gaman að koma þarna inn í Ráðhúsið. Fórum í Smáralind og ég skipti Mac augnskuggunum sem ég fékk í jólagjöf. Fékk mér Mystical Mist og Nylon, sem eru fjólublár og ljós. Ég verð sem sagt alveg ógeðslega töff um áramótin. Verð hjá pabba og Guðrúnu í Hafnarfirðinum og fer svo niður í bæ í partý.

En nú er það kvöldstund með Tarantino í Háskólabíói. Meira um það síðar. Kveð úr þráðlausu neti í foreldrahúsum. Á morgun verður ársuppgjör ef tími leyfir.

Engin ummæli: