Fór niður í bæ að kaupa leiðslu í heyrnartólin mín í gær. Var búin að leita á mörgum stöðum og ýmist var það of dýrt (um 250 kr. í Fona) eða of langt í burtu (Kaupmannahöfn). Eftir að hafa leitað að vörunúmerinu á netinu fann ég loks búð hér í Árósum þar sem leiðslan fékkst á 100 kall. Í Tape Connection við Europaplads. Kom að gamni við í búðinni við hliðina og spurði um verð leiðslunnar þar: 200 kall. Fyrir nákvæmlega sömu leiðslu.
Get einnig vottað að Baldur cola light er hinn ágætasti kóladrykkur, sem meira að segja inniheldur safa úr kóla-hnetum.
Sit á skrifstofunni. Var að kveðja brasilíska fótboltafélagann, sem kyssti mig á hálsinn að skilnaði. Hann er að klára doktorsnámið og fer til Brasilíu um jólin, þar sem menn halda jól og áramót á ströndinni. Eftir það heldur hann til Þýskalands til frekari rannsóknavinnu. Einhver fölasti maður sem ég hef kynnst frá Suður-Ameríku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli