laugardagur, desember 10, 2005

Kvindeklubbens 2. julefrokost

Annar julefrokost Robinson-klúbbsins var haldinn í gær. Ákváðum að skipuleggja matinn vel í þetta skiptið, því í fyrra var full mikið um rækjur og lax. Þrír réttir skyldu það vera og átti ég að sjá um eftirrétt, Marie um forrétt og Dea og Stine um aðalréttinn. Heppnaðist það með eindæmum vel. Mikil tilhlökkun var fyrir pakkaleikinn, sem var langur og spennandi. Gengu pakkarnir fram og til baka og ef maður svaraði fjórum rétt í röð hafði maður alla pakkana. Ég endaði með að vinna þrjá pakka af fjórum. Innihéldu þeir glært hreindýr með glimmeri til að hengja á jólatré, pottaleppa, kertastjaka og tvær litlar fléttaðar körfur með hnetum í.

Annars er ég bara búin að vera frekar þreytt og ekki búin að afkasta nóg í síðustu viku. Frestaði Íslandsförinni um nokkra daga og kem líka fyrr til baka. Breytti miðanum í gær og fer 21. des kem aftur 5. jan. Skráði mig í Funktionel Neuroanatomi kúrs sem byrjar 6. janúar. Hlakka mikið til að byrja í honum.

Jæja, þá er að mass´edda!

Engin ummæli: