Robinson klúbburinn rær á ný mið þetta árið. Í stað ofáts og sjónvarpsgláps er fjölbreytt menning og uppákomur á dagskránni. Síðasta miðvikudag skipulagði ég ferð á Mikael Kvium á Aros. Kvium þessi er einn frægasti núlifandi listmálari Dana, að sögn heimamanna. Ég hafði að vísu ekki heyrt um hann fyrr en þessi sýning hófst. Málverkin voru skemmtilega hugmyndarík, mörg þeirra frekar óhugguleg, sum fyndin og önnur mjög flott, eins og málverkin af birkitrjám í daufum litum við hliðina á einlitum flötum í tærum og sterkum litum.
Næst á dagskrá klúbbsins er "bøf og bowling", sem mér skilst að sé menningarviðburður að hætti bleiknefja ruslaralýðs.
Nú er aftur kominn snjór úti og ég er búin að ná mér í kvef. Afmæli í kvöld og bíó á morgun. Skrifa þess á milli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli