Í dag er sólskin og um fjögurra stiga hiti. Snjórinn allur að bráðna og vor í lofti.
Af mér er helst það að frétta að ég er búin að taka sjónvarpið úr sambandi. Það
verður ekkert kveikt á því næsta mánuðinn. Nóg annað að gera en að glápa á
sjónvarpið.
Fór í þrítugsafmæli til Söndru Sifjar á laugardagskvöldið. Það var einstaklega
huggulegt, góður matur og skemmtilegt fólk.
Uppáhaldsbakaríið mitt hér í Árhúsinu, Husom´s bageri, opnaði útibú rétt hjá
skrifstofunni minni í síðustu viku. Í hádeginu fékk ég mér einmitt karibikbrauð,
sem er fullt af stökkum graskersfræjum og öðru gúmmilaði, með øko lifrarkæfu
og kiwi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli