
Vaknaði með apahár um sjöleytið í gærkvöldi. Hafði þá sofið nær allan daginn. Var búin að vera þreytt og hálfslöpp í vikunni. Rétt náði að vakna til að lesa smá Harry Potter og fara í sturtu um morguninn. Föndraði kvölmat og dreif mig í danskt júróvisjónpartý til Deu. Við Stine og Jeppe vorum þau einu sem nenntu að horfa á júróið, Dea var æstari í uppvask og að spila Trivial. Danskurinn átti erfitt með að skilja mitt kaldhæðnislega viðhorf til laganna í keppninni, nema Stine, auðvitað. Það eru ekki allir sem fatta að maður geti hlegið að þessum lögum. Lögin voru auðvitað mjööög hallærisleg og lagið sem vann heitir "Twist of Love", köntrítvist í flutningi lágvaxinnar og hressrar menntaskólastúlku. Pínupils og bakfettur með tilheyrandi góðu útsýni upp í klyftir dansaranna hefur eflaust átt sitt í vinsældum lagsins, enda er slíkt ómissandi í góðri júró smekkleysu.
Fór snemma heim og vaknaði eldsnemma og var mætt til Söndru Sifjar og Bjarka klukkan níu í morgun. Þau voru að flytja til Suður-Jótlands í dag og er missir af þeim úr bænum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli