Sjónvarpsleysið varði ekki lengur en eitt kvöld. Sem í leiðslu stakk ég því í samband aftur þegar ég kom heim seint á þriðjudagskvöld. Sörfið endaði á sænskri sjónvarpsstöð, á þættinum Sex Inspectors. Þar taka tveir sérfræðingar á vandamálum í kynlífi para. Raunveruleikasjónvarp á mjög persónulegum nótum.
Seinni hluti bardaga Ripley við sýruslefandi geimveru í kvikmyndinni Alien varð fyrir valinu miðvikudagskvöld.
Í gær voru svo æsispennandi úrslit Top Model. Einkar upplífgandi fræðsluefni. Eftir það barðist Ripley við fleiri sýruslefandi geimverur í Aliens og ég varð svo spennt að ég varð að lesa 100 blaðsíður í Harry Potter and The Half Blood Prince áður en ég gat sofnað.
Lauk lestri á Roklandi eftir Hallgrím Helgason fyrir nokkrum vikum. Þar er einmitt mjög skemmtilega deilt á sjónvarpsgláp.
Annars er ég með ritstíflu á fræðasviðinu, ekki gott. Þá er nú kannski bara best að fara heim að borða hamborgara og horfa á sjónvarpið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli