Kristjana Ýr varði doktorinn með glæsibrag áðan. Sigma algebru, Leví grunnum, Le Beq, Cox og ýmsum líkönum var gert góð skil. Mér fannst fyrirlesturinn spennandi, þótt tölfræði sé ekki mitt fag. Hún var líka mjög kúl á því þegar hún svaraði spurningunum á eftir. Til hamingju Krissa!
Ætla að vona að ég geti verið eins kúl á því þegar ég á að verja.
Nú ætla ég ekki að gera sömu mistök og síðustu helgi, þar sem ég tók mér ekkert frí eftir langa vinnuviku. Það þýddi að í þessari viku var ég gríðarlega þreytt. Ætla þess vegna að vera í fríi á morgun. Fara út í góða veðrið og skoða eitthvað skemmtilegt. Góða helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli