Skilaði uppkasti að ritgerðinni í allri heild sinni á föstudaginn og dreif mig svo í matarboð/partý til Deu. Þótt ég kæmi ca. 2 tímum of seint (var með löglega afsökun vegna anna) var fólk enn að borða forréttinn, danskar fjarðarrækjur. Því fylgdi steik með góðri sósu og fleira gúmmulaði. Stine og Marie voru þarna, auk vinnufélaga Deu og tveggja vina kærastans hennar, sem er að vísu staddur í Bólivíu þessa dagana. Vinirnir úr vinnunni voru skemmtilegir, en kærastavinirnir voru ekki mjög skemmtilegir. Sem var leiðinlegt, því ég sat við hliðina á þeim. Færði mig eftir forréttinn og þá varð kvöldinu borgið.
Eftir matinn dreif ég mig í útflutningspartý til Signe, sem var að flytja til Kaupmannahafnar á sunnudaginn. Þar voru Trine, Krissa og Dorte og fleira fólk. Signe var með flóamarkað og skemmtileg tónlist var spiluð, meðal annars lagið "Jeg blev forelsket i min fætter fra Als", gamalt og huggulegt lag um innrækt á landsbyggðinni.
Mikið var nú hressandi að sjá eitthvað annað en skrifstofuna, veggina heima hjá sér og strætóleiðina á skrifstofuna. Djöfull nenni ég ekki að bíða með að skila þangað til leiðbeinendurnir koma aftur af ráðstefnu eftir rúmlega viku, eins og annar þeirra var að stinga upp á áðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli