föstudagur, maí 12, 2006

Vopnuð hamri

Í gærkvöldi réðist ég í þá stóraðgerð að affrysta ísskápinn. Hann hefur verið það fullur af ís að ég hef átt í erfiðleikum með að loka honum og þurfti að taka efstu hilluna úr hurðinni til þess að geta það. Síðustu mánuði hef ég líka þurft að notast við hamar til að komast í frystihólfið, svo þetta var orðið ófremdarástand. Ég klippti plastpoka í sundur og smokraði ísskápnum ofan á hann. Svo var hafist handa við að brjóta ísinn, því ekki nennti ég að bíða eftir að hann bráðnaði og vatn flæddi út um allt. Þetta hafa örugglega verið rúmlega fimm kíló af ís sem ég braut, með aðstoð hamars og brýnis. Fékk ég einkar góða útrás við þetta. Vona bara að ísskápurinn virki enn eftir barsmíðarnar!

Í kvöld ætla ég að grilla feitar pulsur frá Langelandi. Sandra Sif kemur og gistir í nótt og á morgun ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt. Góða helgi!