Í morgun varð Sandra Sif léttari og lítil stúlka kom í heiminn.
Upp úr hádegi varði ég meistaraverkefnið og gekk það vel.
Þakka ég fyrir hlýjar hugsanir úr ýmsum heimsins hornum.
Í kvöld fór ég á sirkus úti í Malling, sem Stine hefur verið að
skipuleggja með börnunum í félagsmiðstöðinni þar sem hún vinnur.
Börnin, sem voru 10-13 ára gömul, stóðu sig flest mjög vel í
loftfimleikum, gríni, juggli með hnífa, rakstri með vélsög og
leik að eldi. Alltaf gaman í sirkus.
Rölti frá Malling til Beder í staðinn fyrir að sitja og bíða eftir rútunni.
Akrarnir, trén og himininn voru falleg í sólarlaginu.
Á morgun ætla ég að pakka saman hér á skrifstofunni og fer svo til Íslands í
stuttan skreppitúr 17. til 21. júní. Mikið er nú gott að vera búin í skólanum!