Jeps, þannig er stemmningin í dag. Heitt eins og viðbjóður og ég klístrast áfram í glærugerð fyrir vörnina. Makkinn minn líka orðin sjóðheitur.
Upptalning á hvað er búið að drífa á daga mína síðustu vikur:
Ritgerðarskil
Spot 12 tónlistarhátíðin
Góðir gestir á sunnudagskvöldi, Ole og Marie
Ritgerðarskil, eftir endurbætur og allnighter
TeX vs. Powerpoint. TeX vann.
Málstofufyrirlestur, eins konar "trailer" fyrir meistarafyrirlesturinn
Persneskur matur og kóreanska myndin Oldboy með Dísu
Sló grasið í garðinum
Brokeback mountain á DVD með Stine
Sunnudagur
TeX vesen (bókstafir sem hurfu), leyst með pslatex
Jeps, best að halda áfram. Langar heim að setjast út í garð í skugganum. Grilla pulsurnar sem ég keypti í gær. Mmmmm, pulsur.