laugardagur, júní 17, 2006

Hæ, hó, jibbí...

...jei!

Sit í stofunni hjá pápa og Guðrúnu á Langeryrarveginum. Handboltalandsleikur við Svía í sjónvarpinu. Fer í hangiket til mömmu í kvöld og gisti hjá Dórabró. Gaman að vera komin í nokkurra daga stopp á Íslandi.

Pakkaði bókunum og fleira dóti niður á skrifstofunni í gær. Ótrúlegt hvað maður getur safnað miklu af dóti í nokkrar hillur og skúffur. Full stór ferðataska, fjörtíu kíló. Enn er fullt af bókum eftir, en þær setti ég inn í geymslu þangað til ég kem að sækja þær á fimmtudaginn. Það var alveg frábær tilfinning að losa þessar hillur og skilja eftir autt skrifborð. Ég er mjög fegin að ég dreif mig í því. Nú fær einhver heppinn kannski skrifborðið ;-)