föstudagur, ágúst 25, 2006

Madonna á krossinum

Og hvernig var svo á Madonnu-tónleikunum? Barasta ógeðslega gaman. Fann vini mína eins og skot, einstaklega mikil heppni. Við vorum á fínum stað hægra megin við sviðið, með góðu útsýni yfir stórskerm og nokkur hundruð metra í Madonnu sjálfa. Ef ég stóð á tám sá ég vel hvað var að gerast á sviðinu. Söng með því sem ég kunni og dansaði slatta. Í heildina var þetta mjög flott hjá poppdrottningunni og fylgdarliði hennar.

Eftir síðasta lagið dreif ég mig út og hljóp í átt að lestarstöðinni. Átti miða í lest klukkan 00:15 og það var frekar tæpt, því það tók ekki stuttan tíma að komast út af tónleikasvæðinu. En, það hafðist og ég fékk gott sæti í lestinni. Við komuna til Árósa fór ég í 7-11 og keypti mér te og eitthvað að borða. Hafði gefist upp á að bíða eftir mat eftir 20 mínútur í röð á tónleikunum. Fann mér bæjarhjól og hjólaði í rólegheitunum heim. Raulandi Madonnulög.