föstudagur, ágúst 18, 2006

Vikulok

Enn ein vikan að líða. Nokkuð góð vika, sem hófst með tilraunamatseld. Volg avocadosúpa með surimi og kjúklinga molé. Dísa kom og gerðist tilraunadýr. Eftir matinn fórum við í göngutúr og nokkrar plómur af trénu í garðinum borðaðar í eftirrétt. Gengum niður að strönd í hressandi roki og riginingu. Alvöru veður.

Ekki hefur rignt mikið meira í vikunni og því gefist tækifæri til að viðra fótleggina. Meðal annars niðri á strönd, þar sem ég hef meðal annars lesið í Hundehoved eftir Morten Ramsland, stórskemmtilegri fjölskyldusögu sem ég fékk í útskriftargjöf frá Söndru Sif.

Svo hef ég verið að dunda mér við að semja fyrirlestur sem ég var beðin um að halda á námskynningu fyrir nýja meistaranema í heilbrigðisverkfræði hér í bæ. Og sitt hvað fleira...