Enn ein vikan að líða. Nokkuð góð vika, sem hófst með tilraunamatseld. Volg avocadosúpa með surimi og kjúklinga molé. Dísa kom og gerðist tilraunadýr. Eftir matinn fórum við í göngutúr og nokkrar plómur af trénu í garðinum borðaðar í eftirrétt. Gengum niður að strönd í hressandi roki og riginingu. Alvöru veður.
Ekki hefur rignt mikið meira í vikunni og því gefist tækifæri til að viðra fótleggina. Meðal annars niðri á strönd, þar sem ég hef meðal annars lesið í Hundehoved eftir Morten Ramsland, stórskemmtilegri fjölskyldusögu sem ég fékk í útskriftargjöf frá Söndru Sif.
Svo hef ég verið að dunda mér við að semja fyrirlestur sem ég var beðin um að halda á námskynningu fyrir nýja meistaranema í heilbrigðisverkfræði hér í bæ. Og sitt hvað fleira...