mánudagur, ágúst 23, 2004

Jóga og afmæli

Í morgun var ég mestallan tímann á stofugangi med thýskum lækni og ástralskri hjúkku. Hér á gjörgæsludeildinni eru thad svæfingalæknarnir sem fylgjast med sjúklingunum og kalla svo til hina ýmsu sérfrædinga sem tharf ad rádgast vid. Hver sjúklingur er med sína hjúkrunarkonu og samstarfid milli theirra og læknanna er afar gott. Eitthvad er thetta víst ödru vísi í Thýskalandi, thar sem læknar eru meiri einvaldar, skildist mér, en thýski læknirinn virtist betur kunna ad meta danska kerfid enda er sjúklingunum einstaklega vel sinnt med thessu móti.

Helgin var ágæt. Hélt mig heima vid á föstudagskvöldid, enda threytt eftir ad vakna eldsnemma alla vikuna og leita ad afmælisgjöfum allan föstudagseftirmiddaginn. Hringdi í Björgu og afbodadi mig í partýid.

Var búin ad hlakka til ad fara í jóga á laugardagsmorgni alla vikuna. Hjóladi thangad gladbeitt upp úr tíu og jógadist á fjólublárri mottu undir handleidslu frídrar og brosmildrar konu. Æfingarnar voru ekkert allt of erfidar, nema höfudstadan, sem ég reyndi ekki einu sinni. Eftir æfingarnar tók vid slökun vid panflautuundirleik og ég var næstum thví búin ad fara, en ákvad svo ad sýna thessari tónlist umburdarlyndi. Hætti ad taka eftir tónlistinni og slakadi virkilega vel á. Eftir einn og hálfan tíma í jóga leid mér grídarvel.

Gardveislan hjá Marie átti ad hefjast klukkan fjögur og okkur hafdi verid uppálagt ad taka einhvern rétt med. Veislan var í tilefni thrítugsafmælis Marie í mars, betra seint en aldrei! Ég bjó til salat úr romaine káli, kalkúnabringu, bleikum greipávöxtum, grænum ólívum og graskersfræum auk salatsósu úr sýrdum rjóma med hunangi og lime. Thetta var einhver bulluppskrift sem mér datt í hug um morguninn. Fór í strætó med thetta til Marie, bara hálftíma of sein! Veislan var stórskemmtileg, skálad í gardinum og svo matur og meiri matur. Vid Stine sátum úti í gardi mestallan tímann eftir matinn, enda átti thetta jú ad vera gardveisla. Gardurinn var mjög kósí, kerti í hverri tröppu og hangandi í litlum ljóskerjum sem stungid hafdi verid ofan í blómapottana.

Pabbi átti líka afmæli á laugardaginn og ég heyrdi adeins í honum.

Sunnudagurinn fór mest í thvottastúss og blund. Aftur byrjud ad reykja.

Engin ummæli: