Fékk frábærar pitsur hjá Stine í gær. Sú besta var með nautasteik, gorgonzola, papriku og beikoni. Nammi-namm! Robinsons expedition (danski Survivor) byrjaði vel og það lítur allt út fyrir spennandi þáttaröð.
Fyrsti tíminn í vökvaaflfræði var í dag og þessi kúrs virðist ætla að verða skemmtilegri en ég hélt. Mér leiddist aðeins til þess að byrja með, en kættist svo þegar ég tók eftir að kennarinn var farinn að benda á glærurnar með herðatré sem hann hafði fundið. Skondin sjón.
Ákvað að kíkja samt líka í tíma í nano science hjá eðlisfræðideildinni, það var mjög hressandi. Ætla að sjá til hvort ég fæ að taka hann líka, þótt ég sé búin að skrá mig í öll valfög þessa önn. Í frímínútunum ætlaði ég upp á kaffistofu í lyftunni, en það var bara ein í gangi og alltaf full af fólki þegar hún stoppaði á minni hæð, þannig að ég gekk upp fimm hæðir, alla leið upp á sjöundu og fannst ég þá aldeilis hafa unnið fyrir kökusneið. Kökusneiðina át ég svo á leið niður stigann og var akkúrat búin með hana þegar ég kom að kennslustofunni. Mætti segja að þetta hafi verið fimm hæða kökusneið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli