Dvölin á Íslandi orðin allstutt í annan endann. Fer aftur út á mánudaginn. Tíminn hefur liðið hratt. Var mikið með litlu systrum í síðustu viku, fór með þeim í Húsdýragarðinn, út á Gróttu og í gítarbúðir. Þær voru nefnilega búnar að ákveða að kaupa sér rafmagnsgítara og magnara og byrja á gítarnámskeiði í september. Nú eru þær systur, 11 og 13 ára búnar að fá græjurnar og komnar í rokkið.
Í kvöld held ég afmælispartý í tilefni af þrítugsafmælinu í september. Partýið er að Suðurhólum 6, kl. 21, Eyþóra og Þráinn á bjöllunni. Lesendur þessarar síðu eru boðnir velkomnir, þótt ég þekki þá kannski ekki neitt. Endilega mætið og komið mér á óvart!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli