mánudagur, ágúst 16, 2004

Vakna snemma á morgnana

Vaknadi klukkan fimm í morgun med illt í maganum. Thad var nú ágætt, thví ég thurfti ad fara í strætó rúmlega sjö til ad byrja í praktík uppi á spítala og fara á kynningarfund fyrir thessa önn. Hitti einn bekkjarfélaga í strætó, sem gaf mér gagnlegar upplýsingar um deildina sem ég var ad fara á, Anæstesi og intensive. Thad var gaman ad hitta krakkana aftur og ég nádi ad spjalla slatta vid furdu marga af theim í dag, nokkud gott midad vid hvad bekkjarfélagarnir eru oft fálátir.

Föstudagskvöldid var ég bara threytt og ákvad ad vera heima, taka enn meira til og fara snemma ad sofa. Vissi ekki ad hljómsveitin Deerhoof væri ad spila thad kvöld, eitthvad sem ég hefdi ad sögn kunnugra haft gaman af. Ojæja. Hlusta bara á thá á netinu í stadinn.

Fór í stelpupartý hjá Trine á laugardagskvöldid. Thad var mjög gaman og ég skemmti mér frábærlega thangad til ég vard slöpp og breyttist í ungfrú ælufoss. Thad vard svo til thess ad ég fór frekar snemma heim og vaknadi snemma á sunnudagsmorgni. Ekki var ég samt neitt sérstaklega hress, síst af öllu í maganum. Af thessi lærdi ég ad drekka ekki mikid hvítvín og ad thad væri gód hugmynd ad taka med sér óáfengan drykk til ad svala thorstanum sem oft herjar á í sumarhitanum.

Engin ummæli: