Á föstudaginn bauðst mér að leigja íbúðina sem ég skoðaði á miðvikudaginn og ég ákvað að taka því, það sem ekkert annað hefði rekið á fjörur mínar. Konan sem ég mun leigja af er alveg yndisleg og hringdi einmitt í mig áðan til að segja mér að hún hefði hringt í símafyrirtækið og athugað með net- og símanotkun og fleira. Þetta er framleiga í fjóra mánuði, á fjórðu hæð. Íbúðin er full af húsgögnum, en konan sagði að ég mætti troða öllum þeim húsgögnum sem ég gæti inn í íbúðina og ég fæ að nota geymsluna líka. Ekki hreint slæmt. Get flutt inn 27. sept!
Vangefni meðleigjandinn var alveg einstaklega vangefinn aðfaranótt sunnudags. Ég ætlaði að fara niður í bæ að hitta Mörtu og Bjørg eftir smá partý sem ég var í, en fékk voðalegan hausverk þegar ég var að bíða eftir strætó og fór bara heim. Þar var ekki líft vegna hávaða og hálfvitinn í herberginu við hliðina neitaði að lækka, spurði hvort ég vildi dansa, ruddist inn á herbergið mitt og dreifði heilu dagblaði út um allan gang. Helvítis fávitinn neitaði að fara út úr herberginu mínu, en drullaðist svo út fyrir rest, eftir að ég sagðist hringja á lögguna ef hann færi ekki. Ég varð alveg rosalega reið. Þessi gaur er alvarlega mikill fáviti og kolruglaður í höfðinu. Djöfull verð ég fegin að losna við hann.
Í dag er fyrsti kennsludagur í skólanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli