föstudagur, ágúst 20, 2004

Thuklad á hjartalokum

Thessa viku hef ég hangid í skottinu á svæfingalæknunum og thad hefur verid mjög áhugavert. Svæfingalæknirinn tekur á móti sjúklingi thegar hann á ad gangast undir adgerd, passar upp á hann medan á adgerd stendur og fylgir honum sídan yfir á vöknun. Ég er mest búin ad fylgjast med lungnaadgerdum í vikunni og svo fékk ég ad vera vid tvær hjartaadgerdir. Er medal annars búin ad kíkja ofan í lungu med bronkóskópi, sjá barkaspeldi og raddbönd, fylgjast med mænudeyfingu og thukla á hjartaloku sem búid var ad fjarlægja. Í næstu viku er thad svo gjörgæsludeildin.

Björg baud mér í partý í Harlev í kvöld. Harlev er einhvers stadar úti í rassgati, veit ekki hvar, nákvæmlega, madur tharf ad taka rútu thangad. Mér var rádlagt ad taka nóg af fötum og svefnpoka med. Thad vard til thess ad ég fékk bakthanka og held ég hætti bara vid ad fara, verdi heima og fari kannski bara alein í bíó. Ég tharf líka ad finna út úr thví hvada rétt ég ætla ad taka med í afmælid hjá Marie Louise á morgun og föndra hann. Gott ad slappa af....

Engin ummæli: