föstudagur, mars 11, 2005

Björgvin frá Björgvin

Aaa, er ég soldið heiladauð. Náði samt að mæta á skikkanlegum tíma til að mæla gelin sem ég bjó til í gær. Var í útgjáfuteiti hjá Trine og félögum á Cafe Felis hér í bæ. Kjallarinn var sveittur og stappaður af fólki. Krissa var komin og með henni handboltastelpa. Þær sátu lengst af í handboltahorninu og töluðu handboltamál. Ég spjallaði við Signe á meðan leiðingjarn trúbadorstrákur hitaði upp. Hljómsveitin hennar Trine, Jacob Faurholt & Swetie Pie Wilbur, var hins vegar bara yndisleg. Mér finnst þau alltaf verða betri og betri á tónleikum. Heyrist platan ekki alveg ná þeim töfrum. Á eftir þeim spiluðu þessir og ég hlóð nýrri filmu í myndavélina, tók fullt af myndum. Gaman. Einhver stelpa knúsaði mig á leiðina í gegnum mannþröngina og ég varð hálfsmeyk og kom mér í burtu. Hitti hana aftur við barinn og spjallaði heilmikið við hana. Voðalega yndisleg sænsk stelpa sem var þarna með kærastanum sínum. Mjög opin, eða bara mjög full? Allavega indælisstelpa og við skiptumst á símanúmerum. Fór ekki heim með síðasta strætó og keypti marga bjóra af hinum indæla barþjóni, Björgvini frá Björgvin í Noregi. Í lok kvöldsins komst ég að því að hann væri hálfur Íslendingur og talaði meira að segja ágæta íslensku! Já, já, það var allavega gaman, sungin lög með Samönthu Fox og meira bull, Metallikku ljóðalestur... Deildi leigara heim með hinum úthverfisbúunum. Ansi skemmtilegt kvöld!

Ég var sem sagt ekki of hress þegar ég var að skanna í morgun, samt ekki voðalega óhress. Jæja, best að fá sér einvhern viðbjóð að éta og fara svo að vinna úr gögnunum. Planið er að læra um helgina og eiga notalegar kvöldstundir.

Afmælisbarn dagsins er svo Andrea systir, sem verður fjórtán ára!

Engin ummæli: