þriðjudagur, mars 08, 2005

Átti að mæta til læknis í morgun, en misreiknaði mig eitthvað með strætó og var frekar utan við mig. Gleymdi að hringja í lækninn og segja að ég væri sein, enda var hún frekar fúl á svipinn þegar ég kom og sagðist ekki hafa tíma til að tala við mig. Það er svo langt síðan ég hef farið til læknis hérna að ég var búin að gleyma hvað kerfið væri öðru vísi en heima. Hjá lækninum mínum er strangt farið eftir því að það sé bara kortér fyrir hvern sjúkling og maður þarf helst að vera mættur aðeins fyrr, en þarf ekki að bíða heillengi, eins og yfirleitt á Íslandi. Ég þurfti því að fá nýjan tíma og exemið fær að vera í friði um sinn.

Fór í bæinn að leita að afmælisgjöf handa Andreu systur. Gaman að fara inn í plötubúðir, samt ekki Stereo Studeo, það er ekki kósý plötubúð. Baðstofurokk (Badstue rock) er það hins vegar og þar var Björn afgreiðslumaður hress og alveg til í að skipta um marga diska í spilaranum fyrir mig. Hann var að taka upp nýja sendingu og mikið af alls konar tónlist, sem ég þurfti að passa mig að hlusta ekki á. Langaði samt í eitthvað nýtt í eyrun og er ánægð með N´Ecoutez Pas með Fly Pan Am, sem ég keypti. Þægileg steypa í eyrun.

Var líka svo utan við mig þegar ég var að borga að ég var næstum því búin að borga allt of mikið. Vantar aðeins jarðtengingu.

Engin ummæli: