þriðjudagur, mars 29, 2005

Mauraárás

Íbúðin mín er búin að vera undir mauraárás alla helgia. Var búin að sjá nokkra maura í íbúðinni, en nú var heill hellingur af þeim í stofunni, í eldhúsinu og á ganginum. Hélt fyrst að það væri vegna þess að ég hefði verið með opna glugga, en þegar ég var að fara að sofa að kvöldi páskadags sá ég heilan helling af þeim við rörið sem liggur upp í ofninn í svefnherberginu mínu. Ég var þreytt og slöpp og ekki í miklu stuði að sjá þessa maurahersingu, en ég gat ekki farið að sofa fyrr en ég var búin að útrýma öllum maurunum og teipa fyrir þá staði sem þeir virtust koma inn um. Það tók um tvo klukkutíma. Maurar eru helvíti seig kvikindi. Eldhúspappír ekki nógu góður til að kremja þá með, en filmubox duga ágætlega. Ryksugaði líka suma, en er ekki viss um að það drepi maurana. Helvítis maurakvikindi.

Í gær var ég enn smá slöpp og ákvað að mæla mig loks. Var með fimm kommur, hef greinilega verið að drösla mér í vinnuna með hita síðustu tvær vikurnar. Fór samt í afmæli til Marie og þar sem hún er að fara að gifta sig í sumar var það eitt aðalumræðuefnið. Næsta mánudag ætlum við að hjálpa henni með boðskortin. Brúðkaupið verður 30. júlí í Suður-Jótlandi. Þemað verður ströndin, þar sem Ole bað Marie á ströndinni um daginn og Marie fílar strendur og skeljar. Dea komst í mikinn ham í skipulagningunni og gæti orðið besti "Wedding planner". Ég er ekki mjög æst í svoleiðis. Mundi ekki einu sinni vilja vera með hring ef ég gifti mig.

Engin ummæli: