þriðjudagur, mars 01, 2005

Lamb og svín

Fékk konuklúbbinn í mat í gær. Ætlaði að kaupa fisk, en þegar líða tók á daginn fór mig meira að langa í kjöt. Fór því til slátrarans á Kjöthorninu og keypti kjöt. Lambakjöt af nýsjálensku. Spurði hann út í hvers vegna það væri svona erfitt að fá ferskt íslenskt lambakjöt hér. Slátrarinn sagði að útflutningsaðilarnir vildu bara selja í svo miklu magni að svona lítil búð gæti ekki valdið því. Hann hefði áður prófað að kaupa íslenskt kjöt í samstarfi við fleir búðir, en það væri erfitt, því þetta væri ekki það mikið keypt vara. Það sem átti að vera soðinn/steiktur fiskur varð lambagúllas í uppbakaðri sósu með lauk og timjan. Nýjar soðnar kartöflur, hráir tómatar og gúrka með. Pabba-matur.

Fór um helgina í afmælispartý. Afmælisbarnið fékk gestina til að dansa í myndbandi sem hún er að gera og reyndist hún sumum harður leikstjóri. Ég fékk til dæmis að vita að hún byggist við einhverju alveg sérstöku frá mér. O.k. hvernig á maður að bregðast við svoleiðis? Ég gleymdi öllu um það og gerði ekkert sérstakt, dansaði bara einhvern veginn eins og mér er lagið. Tók smá hausaskak og svínadans.

Engin ummæli: