mánudagur, mars 21, 2005

Að skanna eða ekki skanna

Fyrsti dagurinn sem ég er ein á 3 Tesla tryllitækinu. Eitthvað virkaði ekki sem skyldi og ég þurfti að hringja í kallinum sem er í fríi og fá leiðbeingar. Þurfti að endurræsa tölvuna og fara inn í tækjaherbergi og ýta á grænan takka. Þegar skanninn var farinn að virka aftur og ég gat sett sýnin mín í hann og var að stilla fyrsta skannið fraus músin. Sendi skannamanninum tölvupóst -var að fá svar og það þarf að reboota dótinu aftur, æjá, samt er þetta RedhatLinux og ætti ekki að vera svona mikið vesen með, eða hvað? Enn þreyttogslöpp og aflýsti mér í skipulagt fjör um helgina. Fór ekki í gleðskap á laugardagskvöldið eins og stóð til og ekki í bíó á sunnudeginum. Marie bauðst líka til að yfirtaka eldamennskuna í kvennaklúbbnum kvöld og núna ætla ég bara heim að sofa, eftir að ég er búin að athuga hvort skanninn virkar aftur. Nú veit ég allavega nokkurn veginn hvað ég á að gera þegar skanninn virkar ekki. Heppin!

Fór samt í Íslendingapartýið hjá Svölu læknanema á föstudaginn. Var búin að hlakka mikið til, enda búin að frétta að það yrði Singstar, sem er frábær karaókíleikur í Play Station. Gestunum var skipt í lið og svo var keppt i Twiser, Singstar, dansi, actionary og búmm. Tinna pumpaði upp stemmninguna í mínu liði og við urðum mjög æst í að vinna, enda gerðum við það :-) Vegna slappleika var ég ekki í of miklum partýgír, en tókst þó að spreyta mig í Singstar. Hálsbólga hindraði mig ekki í því að fá um 8300 stig fyrir Take Me Out með Franz Ferdinand og komast í flokkinn "Hit Artist", besti flokkurinn. Veiii! Talandi um svoleiðis þá komust Trine og félagar í annað sæti á danska "öðru vísi" vinsældalistanum í gær. Til hamingju!

Fyrir þá sem haga áhuga á hinum dökku hliðum karaókísins er hér linkur á grínheimildarmynd frá Lorti:
Georg: Lifandi lag.

Engin ummæli: