Fundadi med leidbeinendunum á midvikudaginn. Nærri thriggja tíma fundur thar sem ég fór í gegnum nokkrar greinar uppi vid töflu og loks fæ ég ad mæla eitthvad. Var annars næstum ekkert búin ad tala vid adalleidbeinandann sídan ég byrjadi. Their eru svo mikid á ferd og flugi thessir leidbeinendur. Yngri leidbeinandinn leit nú stundum út fyrir ad vera alveg ad sofna á thessum fundi, ha, ha.
Allavega, ég er bara kát og hress. Sit nú hér úti í skóla og ropa hvítlauksropi eftir kebabinn sem ég át í hádeginu. Í gær var hittingur á Stúdentabarnum eftir vinnu. Stúdentabarinn er med einstaklega gott úrval af útlensku öli. Thar smakkadi ég dökkan Krusovice, sem er mjög gódur tékkneskur bjór, St. Feuillain, bædi ljósan og páskabjór og fjónskan grasbjór. Søren og Rune skrifstofufélagar komu med, Ona hin fjallhressa og thrír í vidbót úr vinnunni. Krissa og Dísa mættu svo adeins seinna. Mjög gaman ad hitta fólkid í vinnunni svona utan vinnutíma og margt skemmtilegt skrafad. Til dæmis sagan af manninum sem hringdi til eins læknisins og var eitthvad illt í maganum. Madurinn var innflytjandi, eins og læknirinn, og átti víst eitthvad erfitt med ad tjá sig. Thegar læknirinn spurdi hvort hann gæti "lavet pølser"(=kúkad), hvádi madurinn og sagdi "Lave pølser? Jeg er pizzamand, jeg laver pizza!"
Eftir barinn fórum vid stelpurnar heim til Dísu, thar sem var svo notalegt ad ég sofnadi næstum thví.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli