mánudagur, október 23, 2006

Er mamma þín heima?

Ekki er ég orðin hress og hélt mig barasta í rúminu í morgun. Er þó klædd og komin á ról núna og ætla að skreppa í Laugar Spa með Eysó seinna í dag. Síðasti séns að nýta þennan ókeypis aðgang sem fylgdi með flugmiðanum á Airwaves.

Heima hjá Dóra og Írisi er verið að mála blokkina og áðan bankaði einn málarasveinninn upp á og spurði "Er mamma þín heima?" Ég átti bágt með að fara ekki að hlæja, hélt ekki að ég væri svona barnaleg!