laugardagur, október 14, 2006

Menningarnótt

Menningarnóttin hér í Árósum var alveg frábær. Kleif Ráðhústurinn með klifurkonunni, nema hvað :-) Bærinn öðlaðist nýja vídd úr lofti og sjálfur turninn virðist nú hærri, eftir að labbið upp allar tröppurnar. Tókum margar myndir, meðal annars grænar (trölla) sjálfsmyndir.

Hittum fimleikakonuna þegar við komum niður og fórum í ránsferð eftir segulmögnuðum ljósum, röltum Vestergade, fengum okkur hjól og kvöddum fimleikakonuna. Hjóluðum upp í háskóla að skoða sýningu um hlutskipti vændiskvenna í Pompei og aftur niður í bæ á ljósmyndasýningu um innflytjendur á Norðurlöndunum í Aarhus Kunstmuseum. Fengum góða hreyfingu í kaupbæti við menninguna.

Núna er ég hins vegar aðeins að kíkja á hvað er í gangi á Airwaves. Til dæmis umhverfisvænt franskt dauðarokk (alltílæ, þótt þeir séu helvítis hvalavinir) og the Klaxons, sem mig hlakkar alveg voðalega að dansa eins og hálfviti við. Svo er það bara Langi Seli, Dr. Spock, Dr. Mister og Mr. Handsome, Jan Mayen og fleiri og fleiri....