Komin aftur til Danmerkur og er ennþá soldið kvefuð og dimmrödduð.
Stoppaði stutt í Kaupmannahöfn á leiðinni heim, kom bara við í 12 tónum og keypti mér geisladisk með Singapore Sling. Bráðvantaði lagið "Living Dead". Búin að vera með það á heilanum síðan á laugardaginn, þegar mér leið eins og lifandi dauðri.
Eitt af því sem stendur upp úr í Íslandsferðinni var þegar ég stóð í Kaffitári í Bankastrætinu, nýbúin að panta mér kaffi. Svarthærður maður með uppbrett nef, há kollvik og kúrekaskegg kemur inn með tvo litla drengi og talar við þá á ensku. Þetta var Nick Cave. Vá. Stóðst mátið að taka mynd, þótt hann settist í beina sjónlínu frá mér með konu og börnum. Maður verður að leyfa fólki að drekka kaffið sitt í friði.
Ferðasagan og skrif um Airwaves koma bráðlega.