föstudagur, október 20, 2006
Fjallasýn
Sit við gluggann með fjallasýn yfir Esju og Skálafell. Fartölva vermir lær og hor lekur úr nefi. Eins og oft áður er ég orðin veik á pestarbælinu Íslandi. Var komin með hálsbólgu áður en Airwaves byrjaði á miðvikudaginn. Mööö. Ekki gaman. Er samt búin að tussast á tónleika. Hef mest verið í Hafnarhúsinu, þar er hægt að fá te, sem ég hef sötrað til að halda mér gangandi. Meira um tónleikana síðar!