fimmtudagur, september 02, 2004

Festugen

Hér í Árósum er svokölluð Festuge, menningarhátíð með alls konar uppákomum. Ég hef ekki verið mjög dugleg að þefa uppi menninguna, enda búið að vera nóg að gera. Í gær skrapp ég samt niður í bæ og hitti fólk við ána, þar var þéttsetið og mannmargt í bænum þetta miðvikudagskvöld. Tigertunes áttu að spila í stóra tjaldinu við dómkirkjuna, en mig langaði meira að hitta Söndru Sif, sem var nýkomin aftur frá Íslandi. Hitti hana og Bjarka á veitingastað niðri í bæ og við fórum svo á djassstaðinn Sct. Oluf, þar sem brjáluð hljómsveit var að spila. Fjórir gaurar sem spiluðu fjöruga djass/klezmer (?) tónlist, söngvarinn breikaði og hoppaði út um allt við annan mann. Mikið stuð. Þessir gaurar eru víst búnir að hjóla hingað frá Ítalíu á skrítnum hjólhestum, sem voru eins og hlutar úr mörgum reiðhjólum bræddir saman og ég varð auðvitað að taka mynd af.

Engin ummæli: