föstudagur, október 28, 2005

Flugferðir

Flugferð dagsins var beint fram fyrir mig. Skóreimin á gönguskónum mínum losnaði og flæktist í hinum skónum á hlaupum milli strætóa. Lenti á höndum, olbogum og hnjám og bakpokinn flaug af mér. Það var vont, en ég var með mestar áhyggjur af fartölvunni sem var í bakpokanum (gögnin mín, aaa!). Þegar ég kom á skrifstofuna stóð málmurinn um hálfan sentímenter út akkúrat þar sem rafmagnsinntakið er. Þannig að ég sá fram á að geta ekki hlaðið tölvuna, enn annars virtist hún í lagi. Það var um klukkutími eftir af rafhlöðunni og ég dreif mig í afrita gögnin. Hringdi á meðan í apple búðina og þar var mér sagt að það tæki allavega hálfan mánuð að gera við tölvuna. Ekki leist mér á það, heldur ekki á tilboð um fokdýra hraðviðgerð sem tæki a.m.k þrjá daga. Þetta var jú bara beygla. Ákvað að reyna að rétta hana sjálf og skrapp til tölvumannsins hinum megin við ganginn til að fá lánað skrúfjárn. Hann hjálpaði mér svo að rétta makkann til og nú get ég stungið honum í samband. Hjúkk!

Er að jafna mig eftir þetta stress, púff, púff.

Kíkti á netið til að athuga með flug heim um jólin. Veit ekki hvenær ég á að fara eða koma aftur. 17. des og 4. janúar?
Langar líka að skreppa heim a.m.k. eina helgi eftir að ég er búin að skila og þangað til ég ver. Já, já, já...

Engin ummæli: