mánudagur, október 31, 2005

Frábærir hlutir

Skype: Er loks komin með Skype. Talaði við Eysó systur í gær, það var svo frábært! Og Rakel Eva litla, sem byrjaði í skólanum í haust, las fyrir mig um Róbert sem las og Rósu sem var lasin.

Sjónvarpið: Sá hluta af heimildarmynd á SVT2 um íslenska tónlist, Gargandi Snilld, heitir hún. Kostulegast fannst mér að sjá Trabant á Bessastöðum og Dorrit dansandi í miklu stuði. Addi skadd, Bauga-bræður og Egill komu líka sterkir inn í ólifnaði á börum Reykjavíkur.
Zappaði líka inn á þessaheimildarmynd á NRK1 á sunnudagskvöldið. Um fegurð kvenna í frönskum kvikmyndum. Afskaplega fallegt.

Netútvarp: Heyrði áðan Iris með Pellumair á Barometer netútvarpinu. Lag með ummm-fallegum kassagítar og söng.

Engin ummæli: