fimmtudagur, október 20, 2005
Hlustað á líkamann
Er komin aftur á skrifstofuna eftir tvo veikindadaga heima. Var ekki hress um helgina, með beinverki út um allt. Hélt að þetta væru túrverkir dauðans, en svo reyndist ekki vera. Kannski bara flensudjöfull? Allavega er mér enn soldið illt, mest í kinnbeinunum, á bak við augun og í lungunum. Samt ekkert svo kvefuð, bara smá illt í eyrunum og með smá bólgna eitla og smá stífluð lengst uppi í haus. Ákvað að hlusta á líkamann minn, sem sagðist vera þreyttur og slappur á þriðjudagsmorguninn. Vona að heimveran hafi verið nóg til að vinna á pestinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli