Síðasta vika leið tíðindalítið. Skrapp á fyrirlestur um heilarannskóknir hugvísindamanna í Studenterhusinu á fimmtudaginn. Var þar fjallað um taugafagurfræði og taugahagfræði. Taugafagurfræði snýst um að skoða áhrif listaverka, bygginga o.s.frv. á heilastarfsemi fólks. Oft eru borin saman viðbrögð leikmanna og sérfræðinga. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar hér á stofnuninni með tónlist. Sameiginlegt með þessum rannsóknum er að þær sýna minni tilfinningaviðbrögð hjá sérfræðingum við verkum á sérsviði þeirra.
Um taugahagfræði talaði ekki hógvær maður. Slengdi fram þeirri niðurstöðu að heilaskannanir hefðu sýnt að konur yfir þrítugu þættu alls ekki fallegar, en það skipti engu máli hvað menn væru gamlir. Þætti mér gaman að sjá þær niðurstöður. Sagðist hann koma frá bestu heilarannsóknarstöð í Danmörku og að taugahagfræði væri það heitasta í dag. Einmitt það. Hins vegar var kallinn hinn besti sögumaður. Við Dísa og Krissa fórum eftir fyrirlesturinn á kaffihús og þar tók við ágætis spjall og át.
Helginni eyddi ég í góðum félagsskap sjálfrar mín. Var þreytt og þegar ég svaf dreymdi mig að ég væri sofandi. Í annað skipti þessa viku. Var að spá í að fara í bíó á laugardagskvöldið, en hafði ekki orku í það. Horfði á sjónvarpið í staðinn, Cutthroat Island, skemmtilega sjóræningjamynd. Alltaf gaman að sjóræningjamyndum. Arrr.
Þvoði þvott, sló gras og fór í hjólatúr út á strönd á sunnudeginum. Veðrið var fallegt og ég komst í svo mikið hjólastuð að ég hjólaði á skrifstofuna í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli