
Enn ein helgi liðin og þá er nú aldeilis tilvalið að klára að blogga um þarsíðustu helgi!
Fór nefnilega á vísindakaffi í Århus Kunstbygning með Birgitte og vinkonu hennar þarsíðasta sunnudag. Fjórar konur; listakona, prórektor, eðlisfræðilektor og safnstjóri voru mættar til pallborðsumræðna. Umræðuefnið var hvers vegna svona fáar konur eru framarlega í vísindum og listum. Kom það meðal annars fram að sænsk rannsókn hafði sýnt að konur þyrftu að framleiða 2.5 sinnum meira en karlar (metið í fjölda greina og vægi tímarita) til að vera jafn líklegar að fá post-doc þar í landi. Enn fremur að einungis 6% listaverka sem keypt eru af söfnum hér í Danaveldi eru gerð af konum. Hins vegar, eins og kom fram í grein í Politiken í vetur, er þessi skipting 50/50 á sýningum þar sem listamenn senda verk inn nafnlaust. Það segir ýmislegt.
Hafa lesendur einhverjar skoðanir á þessu?
Annars er barasta ágætlega skemmtileg sýning í Kunstbyggingunni þessa dagana. Með pistli þessum fylgir mynd þaðan sem ég tók með gemsanum mínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli