Við Stine vorum einar í Robinson í gær. Heilsuátak gestgjafans smitaði út frá sér og ég sagðist mundu koma með pilates-æfingar í staðinn fyrir nammi í þetta skipti. Það var að vísu bara grín. Í stað nammis kom ég með jarðhnetur og kaki-ávexti. Kvöldmaturinn var líka einkar hollur, tex-mex kjúklingur, mjúkar tacos, ferskt grænmeti, avocado og salsa. Eftir matinn lágum við sín í hvorum sófanum fyrir framan sjónvarpið, sötruðum te og mauluðum jarðhnetur, kaki og sykurlausar pistasíu-banana múffur sem Stine hafði bakað. Ljúft.
Enn hefur lítið orðið af mínu heilsuátaki. Ætlaði að fara í ræktina í dag, en núna er ég bara orðin þreytt og held ég fari heim bráðum. Reiknaði slökunartíma í gelinu í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli