fimmtudagur, apríl 14, 2005

50 ohm BNC gleði

Fór að fá lánaðar leiðslur hjá rafmangsköllunum sem sjá um PET skannann. Þeir buðust þá til að koma og kíkja á tilraunauppsetninguna og enduðu með að bjóðast til að smíða stykkið mitt og gengu burt með allt efnið. Þar var þungu fargi af mér létt, heilu vörubílshlassi. Ég-veit-svo-lítið-og-þarf-hjálp-tæknin sem Krissa kenndi mér á þriðjudagskvöldið virkaði bara ágætlega! Hitti líka leiðbeinandann í morgun og hann hefur ekkert lesið það sem ég sendi honum fyrir löngu síðan. Fuss. Hins vegar fékk ég grænt ljós á að fara og kaupa slatta af BNC stykkjum og fleiru og fór því með strætó í íhlutaverslunina og keypti það helsta sem mig vantaði. Þrjú BNC-T, fimm BNC-chassis, eitt banana yfir í BNC og rándýra vírtöng með lífstíðarábyrgð.

Annars sýnist mér að leiðbeinandinn minn sé voðalega mikið þannig að maður eigi bara að komast sjálfur að hlutunum. Þegar ég mætti með rafmagnsrörið sem ég keypti í Silvan í gær sagði hann að það hefði einmitt verið svona sem hann var að hugsa um. Það var líka það sem ég var búin að hugsa um, en vissi ekki hvað það hét, eða hvar það fengist. Engar nýbygginngar til að stela þeim úr eins og í Kópavoginum í gamla daga. Svo fékk ég þá snilldarhugmynd að fara í strætóferð og tékka á þessari byggingavöruverslun úti í rassgati. Nú get ég líka föndrað túttubyssur, arrr!

Jeps, lesa meira í kvöld og skipuleggja einhverjar rannsóknir fyrir morgundaginn...

Engin ummæli: