Afmæli hjá Ástu í gærkvöldi. Afskaplega gaman og rætt um allt milli himins og jarðar, eða nánar tiltekið, milli nafla og rófubeins. Þema kvöldsins var sólgleraugu og við komuna var maður verðlaunaður með bragðgóðum drykk. Eitthvað var ég í meira stuði en ég ætti að vera miðað við hvað ég þarf að læra mikið og var ekki komin heim fyrr en rúmlega fimm í nótt. Kíktum á Súkkulaðiverksmiðjuna eftir afmælið. Þar var aðallega spilað eitthvað prumpurassafönk. Dansaði smávegis og náði að þeyta eina flösulufsu upp á grínið. Fjögurra sekúndna flösuþeytingar frá mér má nú einnig sjá í vídeóinu sem Trine gerði fyrir Figurines.
Ætli ég verði svo ekki bara að bæta upp letina og ómennskuna með því að læra fram á kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli